top of page

Goshverir eru tímabundnir og lífaldur þeirra er háður jarðfræðilegum eiginleikum umhverfisins. Goshverir eru venjulega í tengslum við eldfjöll. Þeir gjósa vegna þess að grunnvatnið sem er í jörðinni nær suðumarki áður en það kemst til yfirborðsins. Hitastigið verður til þess að vatnið breytist í gufu og við það þenst það snöggt út og þeytir vatninu sem er ofar í rásinni langt upp í loft. Þrýstingurinn sem er á svæðinu þar sem vatnið er hitað gerir suðumark vatnsins miklu hærra en við eðlilegan þrýsting í andrúmsloftinu. Frægasta goshverasvæði Íslands er Geysissvæðið í Biskupstungum og þar er að finna tvo þekktustu goshveri hérlendis Geysi og Strokk.

 

1.Gufa rís upp úr heita vatninu

 

 2.Vatnið bólgnar upp. 

3.Yfirborð vatns brýst út        

4.Vatnið kastast upp og fellur aftur niður

bottom of page